Fótbolti

Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, á fundinum í dag.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Ísland hefur í næstu viku leik í undankeppni EM 2020 þegar strákarnir okkar mæta Andorra ytra. Nokkrum dögum síðar mætir Ísland heimsmeisturum Frakklands í París.

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, og Freyr Alexandersson aðstoðarðþjálfari, tilkynntu í dag landsliðshópinn sinn fyrir leikina tvo en eins og gefur að skilja er gríðarlega mikið í húfi strax frá fyrsta leik.

Ísland er í sterkum riðli en auk Frakklands og Andorra eru Tyrkland, Moldóva og Albanía í H-riðli undankeppninnar. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM 2020.

Það má horfa á fundinn hér fyrir neðan en bein textalýsing blaðamanns er neðar í fréttinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.