Fótbolti

Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, á fundinum í dag.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm
Ísland hefur í næstu viku leik í undankeppni EM 2020 þegar strákarnir okkar mæta Andorra ytra. Nokkrum dögum síðar mætir Ísland heimsmeisturum Frakklands í París.

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, og Freyr Alexandersson aðstoðarðþjálfari, tilkynntu í dag landsliðshópinn sinn fyrir leikina tvo en eins og gefur að skilja er gríðarlega mikið í húfi strax frá fyrsta leik.

Ísland er í sterkum riðli en auk Frakklands og Andorra eru Tyrkland, Moldóva og Albanía í H-riðli undankeppninnar. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM 2020.

Það má horfa á fundinn hér fyrir neðan en bein textalýsing blaðamanns er neðar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×