Fótbolti

Bræður valdir í íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Willumsson er í hópnum.
Willum Þór Willumsson er í hópnum. Vísir/Bára

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins í knattspyrnu og aðstoðarmaður hans Eiður Smári Guðjohnsen, hafa valið hópinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Katar.

Þetta eru tveir fyrstu leikir 21 árs landsliðsins undir stjórn Arnars og Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir tóku við liðinu af Eyjólfi Sverrissyni.

Ísland mætir Tékklandi á Pinatar á Spáni 22. mars klukkan 11:00 áður en liðið heldur til Katar og mætir þar heimamönnum 25. mars klukkan 15:30.

Tveir bræður eru í liðinu eða þeir Willum Þór Willumsson og Brynjólfur Darri Willumsson. Willum Þór er nýkominn til Bate Borisov í Hvíta Rússlandi en Brynjólfur Darri spilar með Breiðabliki.

Alls spila tólf leikmenn í hópnum erlendis þar á meðal báðir markverðirnir.

„Leikirnir eru liður í því að skoða leikmenn sem leika erlendis, ásamt þeim sem spila á Íslandi,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ.
Hópurinn

Markmenn
Elías Rafn Ólafsson | FC Midtjylland
Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford

Varnarmenn
Alfons Sampsted | IFK Norrköping
Axel Óskar Andrésson | Viking
Ari Leifsson | Fylkir
Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA
Torfi Tímoteus Gunnarsson | KA
Hjalti Sigurðsson | KR

Miðjumenn
Dagur Dan Þórhallsson | Mjolndalen
Alex Þór Hauksson | Stjarnan
Daníel Hafsteinsson | KA
Kolbeinn Birgir Finnsson | Brentford
Willum Þór Willumsson | Bate Borisov
Jón Dagur Þorsteinsson | Vendsyssel
Mikael Neville Anderson | Excelsior

Sóknarmenn
Kristófer Ingi Kristinsson | Willem II
Stefán Teitur Þórðarson | ÍA
Sveinn Aron Guðjohnsen | Ravenna
Jónatan Ingi Jónsson | FH
Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.