Fótbolti

Bræður valdir í íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Willumsson er í hópnum.
Willum Þór Willumsson er í hópnum. Vísir/Bára
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins í knattspyrnu og aðstoðarmaður hans Eiður Smári Guðjohnsen, hafa valið hópinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Katar.

Þetta eru tveir fyrstu leikir 21 árs landsliðsins undir stjórn Arnars og Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir tóku við liðinu af Eyjólfi Sverrissyni.

Ísland mætir Tékklandi á Pinatar á Spáni 22. mars klukkan 11:00 áður en liðið heldur til Katar og mætir þar heimamönnum 25. mars klukkan 15:30.

Tveir bræður eru í liðinu eða þeir Willum Þór Willumsson og Brynjólfur Darri Willumsson. Willum Þór er nýkominn til Bate Borisov í Hvíta Rússlandi en Brynjólfur Darri spilar með Breiðabliki.

Alls spila tólf leikmenn í hópnum erlendis þar á meðal báðir markverðirnir.

„Leikirnir eru liður í því að skoða leikmenn sem leika erlendis, ásamt þeim sem spila á Íslandi,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ.







Hópurinn

Markmenn

Elías Rafn Ólafsson | FC Midtjylland

Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford

Varnarmenn

Alfons Sampsted | IFK Norrköping

Axel Óskar Andrésson | Viking

Ari Leifsson | Fylkir

Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA

Torfi Tímoteus Gunnarsson | KA

Hjalti Sigurðsson | KR

Miðjumenn

Dagur Dan Þórhallsson | Mjolndalen

Alex Þór Hauksson | Stjarnan

Daníel Hafsteinsson | KA

Kolbeinn Birgir Finnsson | Brentford

Willum Þór Willumsson | Bate Borisov

Jón Dagur Þorsteinsson | Vendsyssel

Mikael Neville Anderson | Excelsior

Sóknarmenn

Kristófer Ingi Kristinsson | Willem II

Stefán Teitur Þórðarson | ÍA

Sveinn Aron Guðjohnsen | Ravenna

Jónatan Ingi Jónsson | FH

Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik






Fleiri fréttir

Sjá meira


×