Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm
Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30