Alex Emma fær að heita Alex Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 16:34 Alex Emma, til hægri, brosandi ásamt fjölskyldu sinni. Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar þar sem stúlkunafninu Alex var hafnað. Foreldrar stúlkunnar hafa barist fyrir því að stúlkan fái að bera nafnið frá fæðingu hennar, en nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn. Áður hefur verið fjallað um málið en í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 árið 2015 sögðu foreldrarnir að það kæmi ekki til greina að breyta nafninu. Þá hafði verið ákveðið að beita dagsektum upp á 1500 krónur en aldrei kom til þeirra.Sjá einnig: Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlkunnar stefndu ríkinu og var málið þingfest í október síðastliðnum. Í dag fögnuðu foreldrarnir sigri og fær stúlkan loksins að bera nafnið Alex í þjóðskrá en hún hafði farið úr því að vera skráð sem stúlka í kerfum þjóðskrár yfir í að vera einungis punktur.Fimm ára baráttu við íslenska ríkið og mannanafnanefnd er lokið og við höfðum betur. Alex má heita Alex. — Omar Hauksson (@Oswarez) 15 March 2019 Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms en samkvæmt RÚV felldi dómurinn úrskurð mannanafnanefndar úr gildi og veitti henni jafnframt leyfi til þess að bera nafnið og þurfa því foreldrarnir ekki að sækja aftur um nafnið. Í niðurstöðu dómsins hafi verið bent á að ríkur stúlkunnar til þess að bera nafnið hafi ótvírætt verið ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna nafninu og slík niðurstaða myndi fela í sér ákveðna hættu á stöðnun tungumálsins. Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar þar sem stúlkunafninu Alex var hafnað. Foreldrar stúlkunnar hafa barist fyrir því að stúlkan fái að bera nafnið frá fæðingu hennar, en nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn. Áður hefur verið fjallað um málið en í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 árið 2015 sögðu foreldrarnir að það kæmi ekki til greina að breyta nafninu. Þá hafði verið ákveðið að beita dagsektum upp á 1500 krónur en aldrei kom til þeirra.Sjá einnig: Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlkunnar stefndu ríkinu og var málið þingfest í október síðastliðnum. Í dag fögnuðu foreldrarnir sigri og fær stúlkan loksins að bera nafnið Alex í þjóðskrá en hún hafði farið úr því að vera skráð sem stúlka í kerfum þjóðskrár yfir í að vera einungis punktur.Fimm ára baráttu við íslenska ríkið og mannanafnanefnd er lokið og við höfðum betur. Alex má heita Alex. — Omar Hauksson (@Oswarez) 15 March 2019 Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms en samkvæmt RÚV felldi dómurinn úrskurð mannanafnanefndar úr gildi og veitti henni jafnframt leyfi til þess að bera nafnið og þurfa því foreldrarnir ekki að sækja aftur um nafnið. Í niðurstöðu dómsins hafi verið bent á að ríkur stúlkunnar til þess að bera nafnið hafi ótvírætt verið ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna nafninu og slík niðurstaða myndi fela í sér ákveðna hættu á stöðnun tungumálsins.
Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00