Inter tók þriðja sætið af AC Milan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Borgarslagurinn féll með Inter í þetta skiptið
Borgarslagurinn féll með Inter í þetta skiptið Vísir/Getty

Inter hafði betur gegn AC Milan í slagnum um Mílanóborg í ítölsku Seria A.

Leikurinn byrjaði af krafti með marki frá Matias Vecino fyrir Inter. Það var eina markið sem var skorað í fyrri hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks kom Stefan De Vrij Inter í 2-0 með skallamarki en Tiemoue Bakayoko svaraði fyrir AC Milan sex mínútum síðar.

Milan gerði sig líklega til þess að jafna leikinn en á 67. mínútu fékk Inter vítaspyrnu sem Lautaro Martinez skoraði úr.

Það fékk ekki á leikmenn Milan sem skoruðu annað mark á 71. mínútu, það var Mateo Musacchio sem gerði markið. Nær komst Milan þó ekki og Inter vann 3-2.

Úrslitin þýða að Inter fer upp fyrir granna sína í þriðja sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.