Fokheldur menningarsalur á Selfossi í 33 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skoðaði ófullgerða menningarsalinn á Selfossi nýlega með forsvarsmönnum Árborgar og Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni Vinstri grænna. Magnús Hlynur Hreiðrasson. Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar. Árborg Menning Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar.
Árborg Menning Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira