Fokheldur menningarsalur á Selfossi í 33 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skoðaði ófullgerða menningarsalinn á Selfossi nýlega með forsvarsmönnum Árborgar og Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni Vinstri grænna. Magnús Hlynur Hreiðrasson. Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar. Árborg Menning Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar.
Árborg Menning Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira