SGS hefur slitið viðræðum við SA Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2019 11:45 Björn Snæbjörnsson er formaður SGS. vísir/vilhelm Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27