Fótbolti

Tvífari Óla Kristjáns er í þjálfarateymi Chelsea og Hazard baulaði á Barkley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH í Pepsi-deild karla.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH í Pepsi-deild karla. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Everton er liðið vann 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Markið skoraði Gylfi eftir að hafa fylgt á eftir sinni eigni vítaspyrnu.

Chelsea var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Allt annað lið Everton kom inn á völlinn í síðari hálfleik og skoruðu þeir Richarlison og Gylfi mörkin.

Ross Barkley snéri í gær á sinn gamla heimavöll en hann ólst upp hjá bláklædda liðinu í Bítlaborginni. Er hann kom inn á völlinn til þess að hita upp var baulað á fyrrum Everton-manninn af stuðningsmönnum heimaliðsins.

Eden Hazard, samherji Barkley, sló á létta strengi og baulaði með stuðningsmönnum Everton á Barkley en það sem vakti athygli vökulla Twitter-notanda var að einn í þjálfarateymi Chelsea líkist Ólafi Kristjánssyni, þjálfara FH.

Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að ofan en stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla, Elvar Ásgeirsson, vakti athygli á þessu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.