Fótbolti

Tvífari Óla Kristjáns er í þjálfarateymi Chelsea og Hazard baulaði á Barkley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH í Pepsi-deild karla.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH í Pepsi-deild karla. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Everton er liðið vann 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Markið skoraði Gylfi eftir að hafa fylgt á eftir sinni eigni vítaspyrnu.

Chelsea var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Allt annað lið Everton kom inn á völlinn í síðari hálfleik og skoruðu þeir Richarlison og Gylfi mörkin.

Ross Barkley snéri í gær á sinn gamla heimavöll en hann ólst upp hjá bláklædda liðinu í Bítlaborginni. Er hann kom inn á völlinn til þess að hita upp var baulað á fyrrum Everton-manninn af stuðningsmönnum heimaliðsins.







Eden Hazard, samherji Barkley, sló á létta strengi og baulaði með stuðningsmönnum Everton á Barkley en það sem vakti athygli vökulla Twitter-notanda var að einn í þjálfarateymi Chelsea líkist Ólafi Kristjánssyni, þjálfara FH.

Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að ofan en stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla, Elvar Ásgeirsson, vakti athygli á þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×