Sir Alex Ferguson ekki efstur á lista France Football yfir bestu stjóra sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 08:30 Rinus Michels gerði Hollendinga að Evrópumeisturum árið 1988 og fagnar hér á öxlum Ruud Gullit. Vísir/Getty France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019 Fótbolti Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019
Fótbolti Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira