Sir Alex Ferguson ekki efstur á lista France Football yfir bestu stjóra sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 08:30 Rinus Michels gerði Hollendinga að Evrópumeisturum árið 1988 og fagnar hér á öxlum Ruud Gullit. Vísir/Getty France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019 Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira