Fótbolti

Metaðsókn í að fá að halda HM kvenna í fótbolta árið 2023

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar komust ekki á HM í Frakklandi en HM 2023 verður vonandi fyrsta heimsmeistarakeppni þeirra. Hér er íslenski landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen á ferðinni í leik í Algarve-bikarnum.
Íslensku stelpurnar komust ekki á HM í Frakklandi en HM 2023 verður vonandi fyrsta heimsmeistarakeppni þeirra. Hér er íslenski landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen á ferðinni í leik í Algarve-bikarnum. Getty/Eric Verhoeven
Níu þjóðir vilja fá að halda heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu þegar hún fer fram árið 2023. HM fer fram í Frakklandi í sumar.

Þetta er metaðsókn því aldrei hafa fleiri þjóðir sótt um að fá halda HM kvenna en fresturinn til þess rennur út 16. apríl næstkomandi.

Þjóðirnar eru Argentína, Ástralía, Bólivía, Brasilía, Kólumbía, Japan, Nýja-Sjáland og Suður-Afríka hafa þegar sótt um og svo er búist við sameiginlegu framboði frá Norður- og Suður-Kóreu.





Á þessu má sjá mikinn áhuga í Suður-Ameríku en fjórir umsækjendanna eru þaðan. Engin Evrópuþjóð sækir um.

HM 2019 fer fram í Frakklandi frá 7. júní til 7. júlí í sumar en eftir tvö ár verður síðan Evrópumótið haldið í Englandi. Íslensku stelpurnar komust ekki á HM en undankeppni EM 2021 byrjar í haust.

Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar að hafa kosninguna gegnsæja og því verður hægt að sjá hvernig hver aðili í framkvæmdastjórn FIFA greiðir atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×