Fótbolti

Ronaldo hjálpar fólki með hárlos: „Allir vilja hugsa um útlitið“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo við opnunina
Ronaldo við opnunina vísir/getty
Þrátt fyrir að hafa flutt frá Spáni í sumar þegar hann gekk til liðs við Juventus heldur Cristiano Ronaldo áfram að hugsa um fólkið á Spáni.

Hann opnaði á dögunum hárígræðslustofu í Madríd.

Ronaldo segir að stofan geti bæði hjálpað fólkinu í landinu sem og efnahagslífinu.

„Hárlos er stórt vandamál í Evrópu og í heiminum öllum. Við viljum hjápa fólki bæta sjálfsálitið og það á ekki að skammast sín fyrir að koma til okkar,“ sagði Ronaldo sem flaug til Madrídar til þess að vera við opnunina.

„Allir vilja hugsa um útlitið og ég er mjög gott dæmi um það. Þess vegna hikaði ég ekki við að stökkva á þetta tækifæri.“

Ronaldo sagði sjálfur að hans eigið hár væri 100 prósent hans, en ef sá tími kæmi að hann færi að missa hárið þá myndi hann ekki hika við að fara í ígræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×