Til Danmerkur eða Grænlands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. mars 2019 06:00 Thomas Møller Olswen mun ekki afplána dóm sinn hér á landi. Fréttablaðið/Anton Brink „Mér fannst nú fullt tilefni til að taka málið til endurskoðunar,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller sem synjað var í gær um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Björgvin mun nú fara yfir þessa niðurstöðu með Thomasi. Ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir álitaefni, einkum varðandi brot á reglum um réttláta málsmeðferð, hefðu átt að gefa fullt tilefni til endurskoðunar. Björgvin segir Thomas munu afplána í Danmörku eða á Grænlandi. Í beiðni Thomasar til Hæstaréttar var lögð áhersla á meint vanhæfi dómsformannsins, Sigurðar Tómasar Magnússonar, annars vegar vegna greiðslna frá ákæruvaldinu fyrir útselda vinnu áður en Sigurður var skipaður dómari og hins vegar vegna góðs vinskapar dómsformannsins og Jóns H.B. Snorrasonar sem stýrði aðgerðum sérsveitar um borð í Polar Nanoq, en úrlausn málsins varðaði meðal annars lögmæti þeirra aðgerða. Vísað er til þess að Sigurður og Jón séu meðal annars saman í matarklúbbi. Þá var einnig sagt að handtaka Thomasar utan refsilögsögu landsins hafi verið ólögleg. Landsréttur hafi fallist á að hún hafi ekki lagastoð. Það eigi að leiða til þess að íslenska dómstóla bresti lögsögu til að leggja dóm á sök í málinu. Í beiðninni er einkum vísað til fíkniefnabrotsins um þetta atriði. Hæstiréttur taldi úrlausn um þessi atriði ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að önnur mikilvæg rök væru til að heimila áfrýjun og hafnaði beiðninni. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Dómsmál Grænland Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Mér fannst nú fullt tilefni til að taka málið til endurskoðunar,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller sem synjað var í gær um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Björgvin mun nú fara yfir þessa niðurstöðu með Thomasi. Ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir álitaefni, einkum varðandi brot á reglum um réttláta málsmeðferð, hefðu átt að gefa fullt tilefni til endurskoðunar. Björgvin segir Thomas munu afplána í Danmörku eða á Grænlandi. Í beiðni Thomasar til Hæstaréttar var lögð áhersla á meint vanhæfi dómsformannsins, Sigurðar Tómasar Magnússonar, annars vegar vegna greiðslna frá ákæruvaldinu fyrir útselda vinnu áður en Sigurður var skipaður dómari og hins vegar vegna góðs vinskapar dómsformannsins og Jóns H.B. Snorrasonar sem stýrði aðgerðum sérsveitar um borð í Polar Nanoq, en úrlausn málsins varðaði meðal annars lögmæti þeirra aðgerða. Vísað er til þess að Sigurður og Jón séu meðal annars saman í matarklúbbi. Þá var einnig sagt að handtaka Thomasar utan refsilögsögu landsins hafi verið ólögleg. Landsréttur hafi fallist á að hún hafi ekki lagastoð. Það eigi að leiða til þess að íslenska dómstóla bresti lögsögu til að leggja dóm á sök í málinu. Í beiðninni er einkum vísað til fíkniefnabrotsins um þetta atriði. Hæstiréttur taldi úrlausn um þessi atriði ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að önnur mikilvæg rök væru til að heimila áfrýjun og hafnaði beiðninni.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Dómsmál Grænland Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42