Innlent

Tjá sig ekki um bréf ráðherrans

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka.
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka.
Stjórnarformaður Íslandsbanka, Friðrik Sophusson, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig um harðort bréf Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins á fimmtudag. 

Fréttablaðið fékk ekki viðbrögð frá bankaráði Landsbankans í gær..

Bankaráð Landsbankans og stjórn Íslandsbanka voru bæði tekin á beinið af ráðherra í bréfinu sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Bjarni telur að fyrirmæli ráðuneytisins um hófsemi í launahækkunum bankastjóranna hafi verið hunsuð, laun bankastjóra ríkisbankanna tveggja hafi verið ákveðin úr hófi og þau séu leiðandi og við það verði ekki unað.

Vill ráðherra að brugðist verði við með tafarlausri endurskoðun launa og undirbúningi að breytingum á starfskjarastefnu bankanna fyrir komandi aðalfundi þeirra.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×