Innlent

Lokað fyrir heitt vatn á stærra svæði í Kópavogi

Andri Eysteinsson skrifar
Mikið vatn flæðir úr stofnæðinni.
Mikið vatn flæðir úr stofnæðinni. Vísir/Frikki
Viðgerð á hitaveitulögn sem brast í nótt, og valdið hefur lokunum á heitu vatni í Kópavogi í dag, er lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Uppfært 19:05



Enn er unnið að viðgerð á stofnæð hitaveitu í Kópavogi sem brast síðastliðna nótt. Stofnæðin sem lekur liggur um Fífuhvammsveg.

Vegna bilunarinnar hefur stór hluti Kópavogs verið vatnslaus en samkvæmt nýrri tilkynningu frá Veitum má búast við því að viðgerðir standi fram á kvöld.

Vegna viðgerðanna hefur verið lokað fyrir heitt vatn í póstnúmeri 200 og í Smárahverfi í póstnúmeri 201, auk þeirra svæða hefur nú verið lokað fyrir heitt vatn í Bæjarlind og Álalind en búast má við þrýstingslækkun í öllu Lindarhverfi.

Í tilkynningu Veitna segir að íbúar þeirra svæða hvar lokað hefur verið fyrir heitt vatn megi búast við því að nokkurn tíma taki að ná upp fullum þrýsting að nýju eftir að viðgerð lýkur.

Fólki á svæðunum er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×