Innlent

Enn unnið að viðgerð á stofnæð í Kópavogi

Sylvía Hall skrifar
Mikið vatn flæðir úr stofnæðinni.
Mikið vatn flæðir úr stofnæðinni. Vísir/Frikki
Unnið er að viðgerð á bilaðri stofnæð rétt við gatnamót Fífuhvammsvegar og Smárahvammsvegar eftir að stofnæðin brast í nótt. 

Stór hluti Kópavogs er vatnslaus vegna bilunarinnar en stefnt er á að ljúka viðgerðum seinni partinn. Að lokinni viðgerð gæti liðið nokkur tími þar til hægt verður að nota heita vatnið aftur að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna. 

Bilunin hefur áhrif á Póstnúmer 200 í Kópavogi og Smárahverfi. Ómögulegt er að segja til um á þessari stundu hvenær allt verður komið í samt horf en Veitur hafa bent fólki á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatn kemst á að nýju. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×