Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 3. mars 2019 12:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar telur mikilvægt að stjórnvöld endurskoði skattatillögur sínar til að liðka fyrir í kjaradeilu. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum. Kjaramál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum.
Kjaramál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira