Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 3. mars 2019 12:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar telur mikilvægt að stjórnvöld endurskoði skattatillögur sínar til að liðka fyrir í kjaradeilu. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum. Kjaramál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum.
Kjaramál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira