Stuðningsmenn Barcelona vildu margir sjá Sergio Ramos fjúka út af í leik Barcelona og Real Madrid í gærkvöld fyrir að slá Lionel Messi í andlitið.
Dómarinn taldi þetta óviljaverk og dæmdi ekki neitt, en Ramos virtist gefa Messi olnbogaskot í andlitið.
„Svona lagað gerist. Ég ætlaði ekki að fara í hann, en hann tók þessu illa og lá í jörðinni,“ sagði Ramos en þeir tveir áttu í orðaskiptum eftir atvikið.
Gerard Pique sagði eftir leikinn að „það blæddi úr vörinni á Leo. Þetta var harkalegt frá Ramos og fyrir mér var þetta rautt spjald.“
Barcelona vann leikinn 1-0 með marki frá Ivan Rakitic.
Ramos: Messi tók þessu illa
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

