Óska umsagna um framtíðina Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. mars 2019 07:00 Smári stýrir framtíðarnefnd forsætisráðherra. Þar sem Þingmenn úr öllum flokkum sitja í. Fréttablaðið/Anton Brink Framtíðarnefnd forsætisráðherra óskar eftir umsögnum frá almenningi um hvað hann telji framtíðina bera í skauti sér á ýmsum sviðum samfélagsins og hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið til í því skyni að undirbúa þjóðina betur fyrir þær. „Við erum að leita eftir því hvaða breytingum mismunandi hópar í samfélaginu geri ráð fyrir á komandi áratugum og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til núna til að við séum betur undirbúin sem þjóð,“ segir Smári McCarthy, formaður framtíðarnefndarinnar sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum. Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum. „Það er alveg ljóst að enginn getur spáð fyrir um framtíðina, en það eru samt ágætis líkur á því að sameiginlegur skilningur fólks úr mismunandi áttum eigi eftir að ríma við komandi framtíð að einhverju leyti,“ segir Smári og bætir við: „Ef við getum ekki komist hjá því að hafa rangt fyrir okkur er best að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er. Við erum því að leita til sérfræðinga og ýmissa samtaka og stofnana, ásamt því að spyrja almenning álits. Svo vonum við að tvennt gerist í kjölfarið: annars vegar vakni upp umræða um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og hins vegar muni svörin hjálpa okkur að finna út hvaða möguleika við höfum, hvaða hættur leynast og hvaða aðgerðir eru heppilegastar til að tryggja okkur sem besta hugsanlega framtíð.“ Framtíðarnefndin hefur skipt verkefnum sínum í þrjár lotur og í fyrstu lotunni leitar hún eftir hugmyndum almennings um fyrsta viðfangsefnið sem lýtur að þróun samfélagsins á sviðum atvinnu-, umhverfis-, byggða- og lýðfræðiþátta og hvernig áhrif þróunin getur haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu lotur munu snúa annars vegar að loftslagsmálum og hins vegar jöfnuði og lífsgæðum. Auk samráðs við almenning aflar nefndin upplýsinga frá sérfræðingum á hverju sviði og fundar með sérfræðingum bæði innlendum og erlendum. „Markmiðið er að við sendum frá okkur stuttar skýrslur um hverja og eina verkefnalotu, með tillögum um þá sameiginlegu framtíðarsýn sem verður til í þessu samráði.“ Hugmyndin að framtíðarnefnd hefur oft verið viðruð á Íslandi, sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins og í kjölfar þess að áhrif loftslagsbreytinga urðu ljósari. Framtíðarnefndir eru starfandi víða í Evrópu og hafa Íslendingar sem haldið hafa hugmyndinni á lofti einkum bent til framtíðarnefndar finnska þingsins. „Þetta gæti orðið ein af nefndum þingsins, en fyrst þurfum við að sanna að svona nefnd geti gert gagn og eigi rétt á sér,“ segir Smári. Umsagnir til nefndarinnar eru sendar í samráðsgátt stjórnvalda á vef Stjórnarráðsins. Frestur til að senda umsögn rennur út 10. mars. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Framtíðarnefnd forsætisráðherra óskar eftir umsögnum frá almenningi um hvað hann telji framtíðina bera í skauti sér á ýmsum sviðum samfélagsins og hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið til í því skyni að undirbúa þjóðina betur fyrir þær. „Við erum að leita eftir því hvaða breytingum mismunandi hópar í samfélaginu geri ráð fyrir á komandi áratugum og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til núna til að við séum betur undirbúin sem þjóð,“ segir Smári McCarthy, formaður framtíðarnefndarinnar sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum. Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum. „Það er alveg ljóst að enginn getur spáð fyrir um framtíðina, en það eru samt ágætis líkur á því að sameiginlegur skilningur fólks úr mismunandi áttum eigi eftir að ríma við komandi framtíð að einhverju leyti,“ segir Smári og bætir við: „Ef við getum ekki komist hjá því að hafa rangt fyrir okkur er best að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er. Við erum því að leita til sérfræðinga og ýmissa samtaka og stofnana, ásamt því að spyrja almenning álits. Svo vonum við að tvennt gerist í kjölfarið: annars vegar vakni upp umræða um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og hins vegar muni svörin hjálpa okkur að finna út hvaða möguleika við höfum, hvaða hættur leynast og hvaða aðgerðir eru heppilegastar til að tryggja okkur sem besta hugsanlega framtíð.“ Framtíðarnefndin hefur skipt verkefnum sínum í þrjár lotur og í fyrstu lotunni leitar hún eftir hugmyndum almennings um fyrsta viðfangsefnið sem lýtur að þróun samfélagsins á sviðum atvinnu-, umhverfis-, byggða- og lýðfræðiþátta og hvernig áhrif þróunin getur haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu lotur munu snúa annars vegar að loftslagsmálum og hins vegar jöfnuði og lífsgæðum. Auk samráðs við almenning aflar nefndin upplýsinga frá sérfræðingum á hverju sviði og fundar með sérfræðingum bæði innlendum og erlendum. „Markmiðið er að við sendum frá okkur stuttar skýrslur um hverja og eina verkefnalotu, með tillögum um þá sameiginlegu framtíðarsýn sem verður til í þessu samráði.“ Hugmyndin að framtíðarnefnd hefur oft verið viðruð á Íslandi, sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins og í kjölfar þess að áhrif loftslagsbreytinga urðu ljósari. Framtíðarnefndir eru starfandi víða í Evrópu og hafa Íslendingar sem haldið hafa hugmyndinni á lofti einkum bent til framtíðarnefndar finnska þingsins. „Þetta gæti orðið ein af nefndum þingsins, en fyrst þurfum við að sanna að svona nefnd geti gert gagn og eigi rétt á sér,“ segir Smári. Umsagnir til nefndarinnar eru sendar í samráðsgátt stjórnvalda á vef Stjórnarráðsins. Frestur til að senda umsögn rennur út 10. mars.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira