Innlent

Stórir skjálftar í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls.
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar

Í morgun klukkan 05:46 varð skjálfti í Bárðarbungu að stærð 3,8. Stuttu síðar fylgdi annar skjálfti að stærð 4,1 og hafa nokkrir eftirskjálftar mælst í kjölfarið.

Að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni eru engin merki um gosóróa en fyrir rúmum tveimur vikum varð skjálfti að stærð 4,2 á sama svæði. Þá voru heldur engin merki um gosóróa.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.