Innlent

Öflugur skjálfti að stærð 4,8 í Bárðarbungu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Vilhelm
Öflugur jarðskjálfti reið yfir í norðurrima öskjunnar í Bárðarbungu í nótt. Skjálftinn varð þegar klukkan var sextán mínútur gengin í tvö og mældist hann 4,8 stig.

Þrír nokkuð öflugir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið skömmu síðar, sá öflugasti upp á þrjú komma sjö stig. Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru þó engin merki um gosóróa á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×