Innlent

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 4,2 varð í Bárðarbungu klukkan 21:23 í kvöld. Skjálftinn er sá stærsti á þessum stað frá áramótum, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

Smærri skjálfti að stærð 2,7 varð nokkrum mínútum fyrr, eða kl. 21:17, en síðan hefur verið rólegt á svæðinu. Þann 28. desember 2018 varð skjálfti að stærð 4,8 á svipuðum slóðum.

Uppfært klukkan 23:36:
Sigríður Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við Vísi að engin merki um gosóróa séu á svæðinu. Þá hafa engir teljandi eftirskjálftar mælst síðan stóri skjálftinn reið yfir klukkan 21:23.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.