Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 08:15 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun áður en aðalmeðferðin hófst. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr landi til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Voru þær fjarlægðar úr vélinni og handteknar. Flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Konurnar voru ákærðar fyrir að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi.Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs.Mynd/SamsettRaskað öryggi flugvélarinnar Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegningarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.Sambærilegt mál fór fyrir dómstóla í Svíþjóð fyrr á árinu. Hin 21 árs gamla Elin Ersson hafði verið ákærð fyrir að reyna að tefja flug Turkish Airlines frá Gautaborg til Istanbúl, en um borð voru tveir hælisleitendur sem vísa átti frá landi. Var hún dæmd fyrir að brjóta flugöryggisreglugerð og þurfti hún að greiða þrjú þúsund sænskar krónur í sekt, um 40 þúsund krónur.Saka rannsakendur um leiðandi spurningar Verjendur kvennanna tveggja, þeirra Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur, hafa gagnrýnt að vitni hafi verið spurð leiðandi spurninga við rannsókn málsins. Frá þessu greindi Stundin í gær en fjórar flugfreyjur og þrír flugmenn koma fyrir dóminn í dag til að bera vitni um það sem fram fór í flugvélinni. Þá gagnrýna lögmennirnir, þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Páll Bergþórsson, að hafa ekki fengið endurrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins eins og venja sé. Þau hafi þurft að fara á skrifstofu héraðssaksóknara í Skúlagötu til þess. Páll gagnrýnir það sem hann kallar leiðandi spurningar varðandi það hvort konurnar hafi raskað öryggi vélarinnar.Fyrirsögn fréttarinnar var lagfærð. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Icelandair Tengdar fréttir Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr landi til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Voru þær fjarlægðar úr vélinni og handteknar. Flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Konurnar voru ákærðar fyrir að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi.Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs.Mynd/SamsettRaskað öryggi flugvélarinnar Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegningarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.Sambærilegt mál fór fyrir dómstóla í Svíþjóð fyrr á árinu. Hin 21 árs gamla Elin Ersson hafði verið ákærð fyrir að reyna að tefja flug Turkish Airlines frá Gautaborg til Istanbúl, en um borð voru tveir hælisleitendur sem vísa átti frá landi. Var hún dæmd fyrir að brjóta flugöryggisreglugerð og þurfti hún að greiða þrjú þúsund sænskar krónur í sekt, um 40 þúsund krónur.Saka rannsakendur um leiðandi spurningar Verjendur kvennanna tveggja, þeirra Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur, hafa gagnrýnt að vitni hafi verið spurð leiðandi spurninga við rannsókn málsins. Frá þessu greindi Stundin í gær en fjórar flugfreyjur og þrír flugmenn koma fyrir dóminn í dag til að bera vitni um það sem fram fór í flugvélinni. Þá gagnrýna lögmennirnir, þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Páll Bergþórsson, að hafa ekki fengið endurrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins eins og venja sé. Þau hafi þurft að fara á skrifstofu héraðssaksóknara í Skúlagötu til þess. Páll gagnrýnir það sem hann kallar leiðandi spurningar varðandi það hvort konurnar hafi raskað öryggi vélarinnar.Fyrirsögn fréttarinnar var lagfærð.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Icelandair Tengdar fréttir Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13