Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 07:53 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf í síðasta mánuði. Skjáskot Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira