Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:00 Sergio Ramos og Neymar vinna engar vinsældarkosningar. Þetta var líka mjög erfið vika fyrir þá báða. Samsett/Getty Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. Real Madrid féll út á heimavelli á þriðjudagskvöldið og Paris Saint Germain féll út á heimavelli í gær. Bæði liðin voru í frábærri stöðu eftir góða útisigra í fyrri leiknum en klúðruðu því með eftirminnilegum hætti. Þau áttu það líka sameiginlegt að stærstu stjörnur liðsins voru í upp í stúku. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann en Neymar, stórstjarna PSG, er meiddur. Myndavélarnar voru hins vegar á Ramos í heiðursstúkunni og Neymar á hliðarlínunni þar sem þeir horfðu á skútuna sína stranda í heimahöfn.Wow Ramos last night, Neymar tonight - the football gods have been kind with touchline humiliations for these jokers #PSGMUNpic.twitter.com/87Ue2i90Vm — Joe Michalczuk (@joemichalczuk) March 6, 2019Eins og sjá má dæmi um hér fyrir ofan þá hlakkaði í mörgum vegna ófara þessara tveggja frábæru leikmanna sem báðir teljast vera í hópi þeirra allra bestu í sinni leikstöðu. Þeir eru líka mjög ofarlega á listanum yfir þá óvinsælustu. Neymar hefur ekki unnið sér inn marga aðdáendur vegna leikaraskapar sem fór langt yfir öll velsæmismörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra. Neymar var heldur ekki að missa af mikilvægum Meistaradeildarleikjum í fyrsta sinn vegna meiðsla og sást skemmta sér á Kjötkveðjuhátíð í Ríó í Brasilíu á meðan liðsfélagar hans voru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Manchester United. Sergio Ramos ætlaði að vera voðalega sniðugur með því að sækja sér gult spjald og taka því leikbann út í „léttum“ seinni leik á móti Ajax svo að hann gæti mætt með hreint borð inn í átta liða úrslitin. UEFA gaf honum einn leik í viðbót í bann og hann sá síðan Real Madrid vörnina hrynja algjörlega án sín. Það eru líka fáir og enginn Liverpool maður búinn að gleyma því hvernig Sergio Ramos fór með Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Ramos jók heldur ekki vinsældir sínar með því að gefa Lionel Messi vænt högg um helgina. Það er því kannski ekkert skrýtið að óvinsælir leikmenn fái að heyra það aðeins frá netverjum eftir þessi miklu vonbrigði. Var einhver að segja karma.This is why I love football. Two days of extraordinary results - the arrogant and disrespectful Madrid and Sergio Ramos gone, and now the odious crybaby Neymar won't get to chest his way to glory. A victory for football.#PSGMUNpic.twitter.com/sfGQgmvAmJ — Mmenyene Akpan (@SportFarmerNG) March 6, 2019Karma really got these dudes on back to back days. Ramos for injuring Salah and Neymar for rolling on the floor 356 times against Mexico in the world cup. #ChampionsLeague#PSGMUNpic.twitter.com/8E0O11xnjo — Man City Top of the League! (@Flobey562) March 6, 2019Both Neymar & Ramos knocked out in 24hrs? This Champions League is a better tournament for that alone!!#PSGMUN#UCLpic.twitter.com/rbkpaoLIh2 — Hakaman (@hakaman) March 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. Real Madrid féll út á heimavelli á þriðjudagskvöldið og Paris Saint Germain féll út á heimavelli í gær. Bæði liðin voru í frábærri stöðu eftir góða útisigra í fyrri leiknum en klúðruðu því með eftirminnilegum hætti. Þau áttu það líka sameiginlegt að stærstu stjörnur liðsins voru í upp í stúku. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann en Neymar, stórstjarna PSG, er meiddur. Myndavélarnar voru hins vegar á Ramos í heiðursstúkunni og Neymar á hliðarlínunni þar sem þeir horfðu á skútuna sína stranda í heimahöfn.Wow Ramos last night, Neymar tonight - the football gods have been kind with touchline humiliations for these jokers #PSGMUNpic.twitter.com/87Ue2i90Vm — Joe Michalczuk (@joemichalczuk) March 6, 2019Eins og sjá má dæmi um hér fyrir ofan þá hlakkaði í mörgum vegna ófara þessara tveggja frábæru leikmanna sem báðir teljast vera í hópi þeirra allra bestu í sinni leikstöðu. Þeir eru líka mjög ofarlega á listanum yfir þá óvinsælustu. Neymar hefur ekki unnið sér inn marga aðdáendur vegna leikaraskapar sem fór langt yfir öll velsæmismörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra. Neymar var heldur ekki að missa af mikilvægum Meistaradeildarleikjum í fyrsta sinn vegna meiðsla og sást skemmta sér á Kjötkveðjuhátíð í Ríó í Brasilíu á meðan liðsfélagar hans voru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Manchester United. Sergio Ramos ætlaði að vera voðalega sniðugur með því að sækja sér gult spjald og taka því leikbann út í „léttum“ seinni leik á móti Ajax svo að hann gæti mætt með hreint borð inn í átta liða úrslitin. UEFA gaf honum einn leik í viðbót í bann og hann sá síðan Real Madrid vörnina hrynja algjörlega án sín. Það eru líka fáir og enginn Liverpool maður búinn að gleyma því hvernig Sergio Ramos fór með Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Ramos jók heldur ekki vinsældir sínar með því að gefa Lionel Messi vænt högg um helgina. Það er því kannski ekkert skrýtið að óvinsælir leikmenn fái að heyra það aðeins frá netverjum eftir þessi miklu vonbrigði. Var einhver að segja karma.This is why I love football. Two days of extraordinary results - the arrogant and disrespectful Madrid and Sergio Ramos gone, and now the odious crybaby Neymar won't get to chest his way to glory. A victory for football.#PSGMUNpic.twitter.com/sfGQgmvAmJ — Mmenyene Akpan (@SportFarmerNG) March 6, 2019Karma really got these dudes on back to back days. Ramos for injuring Salah and Neymar for rolling on the floor 356 times against Mexico in the world cup. #ChampionsLeague#PSGMUNpic.twitter.com/8E0O11xnjo — Man City Top of the League! (@Flobey562) March 6, 2019Both Neymar & Ramos knocked out in 24hrs? This Champions League is a better tournament for that alone!!#PSGMUN#UCLpic.twitter.com/rbkpaoLIh2 — Hakaman (@hakaman) March 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira