Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 21:47 Brynjar og Bjarkey ræddu nafnbirtingar í málum vændiskaupenda í Kastljósi kvöldsins. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“ Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“
Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25