Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. mars 2019 06:00 Þjónusta hótela mun skerðast vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Þetta varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist hlakka mikið til. „Mér finnst þetta vera mjög merkilegur dagur. Það er ótrúlega langt síðan verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu fór í verkfall.“ Sólveig Anna segir að félaginu hafi borist tilkynningar um hótel sem hyggist fremja verkfallsbrot. „Við munum taka smá verkfallsvörslurúnt og förum allavega á eitt hótel til að vera með aktíva verkfallsvörslu. Við höfum fengið ábendingu um að þar sé ætlunin að láta aðra starfsmenn ganga í störf þernanna sem við tökum mjög alvarlega.“ Efling mun standa fyrir dagskrá í Gamla bíói frá klukkan tíu í dag og farið verður í kröfugöngu klukkan 16. Ljóst er að verkfallið mun skerða þjónustu hótela að einhverju leyti. Aðilar í hótelgeiranum hafa miklar áhyggjur af stöðunni komi til víðtækari verkfallsaðgerða. „Við hefðum ekki notað þessa aðferð nema við værum mjög örugg um að þetta mætti. En það er frábært að fá það staðfest að við megum nota þessa aðferð. Við fögnum því mikið,“ segir Sólveig Anna um þá niðurstöðu Félagsdóms að boðað verkfall hótelþerna í félaginu væri í samræmi við lög.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í Félagsdómi í gær.vísir/vilhelmVerkfallið sem hefst klukkan tíu í dag ber upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna. „Fyrsta verkfallið er á þessum merkisdegi. Það er bara eitthvað til að gleðjast yfir. Ég get varla verið eina konan í þessari borg sem gleðst og fagnar innilega,“ segir Sólveig Anna. Hún segist halda að félagsmenn sínir sem væru að fara að taka þátt í aðgerðunum gleddust líka. „Þær konur og þeir karlar sem raunverulega aðhyllast kvenfrelsi og styðja raunverulega kvenréttindabaráttu, sem í grunninn snýst ekki síst um efnahagslegt frelsi, hljóta að fagna gríðarlega.“ Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna snúna. „Við þurfum ekki að loka hótelunum og við getum tekið við þeim gestum sem eru að koma en þeir gestir sem þegar eru hér fá skerta þjónustu.“ Hann segir tjónið nú þegar orðið gríðarlegt. „Við þolum ekki marga daga af verkföllum. Við erum nú þegar að upplifa kólnun í greininni. Staðan er mjög viðkvæm og við þurfum að gæta að orðsporinu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, tekur í svipaðan streng. „Þetta þýðir auðvitað skerta þjónustu fyrir okkar gesti. Við reynum okkar allra besta en auðvitað er þetta heilmikið áfall fyrir okkur.“ Ingibjörg segir að þeir örfáu starfsmenn sem megi ganga í störf þernanna verði lengur að þrífa herbergin. „Þetta er auðvitað löglega boðað verkfall og við pössum okkur að fara algjörlega að lögum og reglum í þessu. Það er réttur fólks að fara í verkfall.“ Hún segist líka hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta hefur verið að segja til sín og bókunarstaðan fyrir næstu mánuði er bara miklu slakari en við höfum séð í mörg ár. Þetta gerir illt verra. Við höfum verið í átaki við að efla það en svo spyrst þetta út og það hægir enn þá meira á.“Grafalvarleg staða „Núna er í gangi stærsta ferðakauparáðstefna sem Ísland tekur þátt í, ITB í Berlín, og mér skilst að á básunum þar sé aðalumræðuefnið verkföllin á Íslandi. Þó við komumst í gegnum daginn þá er fólk að leika sér með þetta fjöregg þjóðarinnar sem ferðaþjónustan er. Það er grafalvarlegt,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann segir að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Ísland sé nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Tölum ekki af léttúð „Niðurstaðan er sú að verkfallið kemur til framkvæmda og það er mikilvægt að við tölum ekki um verkföll af léttúð. Þau valda miklu tjóni í hagkerfinu og samfélaginu og miklu álagi á þeim vinnustöðum sem þau taka til. Það getur enginn hlakkað til verkfalla,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það sé mikilvægt fyrir alla aðila að leikreglur séu skýrar og dómur Félagsdóms skýri þær að einhverju leyti. „Við höfum brýnt það fyrir okkar atvinnurekendum að hlíta lögum um vinnulöggjöfina í hvívetna og ég árétta það hér með.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Þetta varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist hlakka mikið til. „Mér finnst þetta vera mjög merkilegur dagur. Það er ótrúlega langt síðan verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu fór í verkfall.“ Sólveig Anna segir að félaginu hafi borist tilkynningar um hótel sem hyggist fremja verkfallsbrot. „Við munum taka smá verkfallsvörslurúnt og förum allavega á eitt hótel til að vera með aktíva verkfallsvörslu. Við höfum fengið ábendingu um að þar sé ætlunin að láta aðra starfsmenn ganga í störf þernanna sem við tökum mjög alvarlega.“ Efling mun standa fyrir dagskrá í Gamla bíói frá klukkan tíu í dag og farið verður í kröfugöngu klukkan 16. Ljóst er að verkfallið mun skerða þjónustu hótela að einhverju leyti. Aðilar í hótelgeiranum hafa miklar áhyggjur af stöðunni komi til víðtækari verkfallsaðgerða. „Við hefðum ekki notað þessa aðferð nema við værum mjög örugg um að þetta mætti. En það er frábært að fá það staðfest að við megum nota þessa aðferð. Við fögnum því mikið,“ segir Sólveig Anna um þá niðurstöðu Félagsdóms að boðað verkfall hótelþerna í félaginu væri í samræmi við lög.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í Félagsdómi í gær.vísir/vilhelmVerkfallið sem hefst klukkan tíu í dag ber upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna. „Fyrsta verkfallið er á þessum merkisdegi. Það er bara eitthvað til að gleðjast yfir. Ég get varla verið eina konan í þessari borg sem gleðst og fagnar innilega,“ segir Sólveig Anna. Hún segist halda að félagsmenn sínir sem væru að fara að taka þátt í aðgerðunum gleddust líka. „Þær konur og þeir karlar sem raunverulega aðhyllast kvenfrelsi og styðja raunverulega kvenréttindabaráttu, sem í grunninn snýst ekki síst um efnahagslegt frelsi, hljóta að fagna gríðarlega.“ Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna snúna. „Við þurfum ekki að loka hótelunum og við getum tekið við þeim gestum sem eru að koma en þeir gestir sem þegar eru hér fá skerta þjónustu.“ Hann segir tjónið nú þegar orðið gríðarlegt. „Við þolum ekki marga daga af verkföllum. Við erum nú þegar að upplifa kólnun í greininni. Staðan er mjög viðkvæm og við þurfum að gæta að orðsporinu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, tekur í svipaðan streng. „Þetta þýðir auðvitað skerta þjónustu fyrir okkar gesti. Við reynum okkar allra besta en auðvitað er þetta heilmikið áfall fyrir okkur.“ Ingibjörg segir að þeir örfáu starfsmenn sem megi ganga í störf þernanna verði lengur að þrífa herbergin. „Þetta er auðvitað löglega boðað verkfall og við pössum okkur að fara algjörlega að lögum og reglum í þessu. Það er réttur fólks að fara í verkfall.“ Hún segist líka hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta hefur verið að segja til sín og bókunarstaðan fyrir næstu mánuði er bara miklu slakari en við höfum séð í mörg ár. Þetta gerir illt verra. Við höfum verið í átaki við að efla það en svo spyrst þetta út og það hægir enn þá meira á.“Grafalvarleg staða „Núna er í gangi stærsta ferðakauparáðstefna sem Ísland tekur þátt í, ITB í Berlín, og mér skilst að á básunum þar sé aðalumræðuefnið verkföllin á Íslandi. Þó við komumst í gegnum daginn þá er fólk að leika sér með þetta fjöregg þjóðarinnar sem ferðaþjónustan er. Það er grafalvarlegt,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann segir að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Ísland sé nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Tölum ekki af léttúð „Niðurstaðan er sú að verkfallið kemur til framkvæmda og það er mikilvægt að við tölum ekki um verkföll af léttúð. Þau valda miklu tjóni í hagkerfinu og samfélaginu og miklu álagi á þeim vinnustöðum sem þau taka til. Það getur enginn hlakkað til verkfalla,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það sé mikilvægt fyrir alla aðila að leikreglur séu skýrar og dómur Félagsdóms skýri þær að einhverju leyti. „Við höfum brýnt það fyrir okkar atvinnurekendum að hlíta lögum um vinnulöggjöfina í hvívetna og ég árétta það hér með.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21