Innlent

Eigi skilið virðingu og gott starfsumhverfi sama hversu stutt verkafólkið staldrar við

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Anna Marta Marjankowska, stjórnarmaður í Eflingu, segir að það skipti ekki máli hversu stutt verkafólk staldri við á Íslandi því það eigi alltaf skilið virðingu og gott starfsumhverfi.
Anna Marta Marjankowska, stjórnarmaður í Eflingu, segir að það skipti ekki máli hversu stutt verkafólk staldri við á Íslandi því það eigi alltaf skilið virðingu og gott starfsumhverfi. Vísir/vilhelm
Anna Marta Marjankowska, stjórnarmaður í Eflingu, segir að hún sé orðin þreytt á því að heyra í sífellu fólk segja að erlenda verkafólkið staldri svo stutt við sem eigi að vera mótrök við baráttu félagsmanna Eflingar.

Anna Marta hélt ræðu á samstöðufundi með hótelþernum sem lögðu niður störf klukkan 10 í morgun.

Hún segir að allt verkafólk, sama hversu stutt það staldrar við hér á landi, eigi skilið að starfa við góð vinnuskilyrði og hún krefst þess að því sé sýnd virðing.

Anna Marta segir að það dagurinn í dag sé afar mikilvægur og sögulegur í ljósi þess að aðallega konur í láglaunastörfum hafi lagt niður störf. Það sé afar mikilvægt að þessi stétt geri sig sýnilega og brýni raustina.

Ræðu Önnu Mörtu í heild má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×