Innlent

Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf

Ritstjórn skrifar
Margmenni safnaðist saman á samstöðufundi Eflingar á Lækjartorgi um hádegi í dag.
Margmenni safnaðist saman á samstöðufundi Eflingar á Lækjartorgi um hádegi í dag. Vísir/Vilhelm
Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær.

Efling stendur fyrir dagskrá í tilefni dagsins í Gamla bíó en árlegur alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag. Dagskrá stendur frá 10 til 18:30.

Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum Eflingar.

Stefnt er á að vera í beinni útsendingu þegar tækifæri gefst yfir daginn. Fylgst verður grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×