Nemendur sárir og reiðir vegna skemmdarverka sem unnin voru á Kvennaskólanum Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 11:16 Þessi skilaboð biðu nemendum skólans í morgun. Aðsend Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum Kvennaskólans í Reykjavík í nótt. Búið var að spreyja ókvæðisorðum á byggingar skólans, þar á meðal „FUCK YOU!“ og „KVENNÓ LESSUR“. „Það er mikil kvenfyrirlitning í þessum skilaboðum og við höfum áhyggjur af þessum hugsunarhætti,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Mögulega sé um einhverskonar framhaldsskólahúmor að ræða sem skólameistarinn segist hafa engan skilning á. Í gegnum tíðina hafi ýmis skemmdarverk verið unnin á byggingum skólann sem hafði einhverja tengingu við keppni á milli skóla en Hjalti segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að þetta tilvik tengist slíku.„Maður kemur kannski til vinnu á morgnanna og þá er búið að grýta eggjum eða spreyja á skólann,“ segir Hjalti. Hann á eftir að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá úr því skorið hverjir voru þarna á ferð en það er í skoðun hvort málið verði tilkynnt til lögreglu. Vanalega er haft samband við stjórnendur annarra framhaldsskóla og þeir aðstoða hvor aðra við að reyna að uppræta svona hugsunarhætti. „Þeim var mjög brugðið,“ segir Hjalti spurður út í viðbrögð nemenda þegar þeir sáu þessi skilaboð í morgun. „Þeim finnst þetta mjög niðurlægjandi þetta er svo langt frá því að þau hugsi á þessum nótum. Þau er sár og reið.“ Voru skemmdarverkin framin á miðbæjarskólanum og gamla skólanum. Hann segir að verið sé að hreinsa húsakynnin eins og hægt er að líkast til þurfi að mála yfir þetta. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Fleiri fréttir Sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum Kvennaskólans í Reykjavík í nótt. Búið var að spreyja ókvæðisorðum á byggingar skólans, þar á meðal „FUCK YOU!“ og „KVENNÓ LESSUR“. „Það er mikil kvenfyrirlitning í þessum skilaboðum og við höfum áhyggjur af þessum hugsunarhætti,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Mögulega sé um einhverskonar framhaldsskólahúmor að ræða sem skólameistarinn segist hafa engan skilning á. Í gegnum tíðina hafi ýmis skemmdarverk verið unnin á byggingum skólann sem hafði einhverja tengingu við keppni á milli skóla en Hjalti segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að þetta tilvik tengist slíku.„Maður kemur kannski til vinnu á morgnanna og þá er búið að grýta eggjum eða spreyja á skólann,“ segir Hjalti. Hann á eftir að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá úr því skorið hverjir voru þarna á ferð en það er í skoðun hvort málið verði tilkynnt til lögreglu. Vanalega er haft samband við stjórnendur annarra framhaldsskóla og þeir aðstoða hvor aðra við að reyna að uppræta svona hugsunarhætti. „Þeim var mjög brugðið,“ segir Hjalti spurður út í viðbrögð nemenda þegar þeir sáu þessi skilaboð í morgun. „Þeim finnst þetta mjög niðurlægjandi þetta er svo langt frá því að þau hugsi á þessum nótum. Þau er sár og reið.“ Voru skemmdarverkin framin á miðbæjarskólanum og gamla skólanum. Hann segir að verið sé að hreinsa húsakynnin eins og hægt er að líkast til þurfi að mála yfir þetta.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Fleiri fréttir Sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sjá meira