„Þau eru að brjóta á barninu okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira