Staðan flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Það sé eðli prógressívra skattkerfa að það sem gert sé fyrir neðsta hópinn skili sér upp skalann. Fbl/stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16