Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 20:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira