Nokkrir ökumenn sprengdu hjólbarða í nýrri holu í Skíðaskálabrekkunni Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 11:00 Mynd sem var tekin af holunni sem myndaðist í byrjun janúar. Vísir/Jói K Nokkrir ökumenn urðu fyrir því óláni að dekk hjólbarða á bílum þeirra sprungu þegar þeir óku ofan í holu sem hafði myndast í Hveradalsbrekkunni á Hellisheiði, en brekkan er af mörgum kölluð Skíðaskálabrekkan. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir að nokkrir ökumenn hafi lent í þessu vegna holunnar sem myndaðist í nótt eða morgun. Hann segir starfsmenn Vegagerðarinnar búna að lagfæra þessa holu. Pétur bendir á að undanfarið hafi veðrið verið með því móti að holur myndast nokkuð auðveldlega á vegum landsins, það er að segja þegar þíða er á landinu eftir kuldatíð. Hann biðlar til vegfarenda að sýna aðgát vegna slíkra aðstæðna. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi í morgun taldi níu bíla þar sem hjólbarðar höfðu sprungið vegna holunnar á veginum um Hveradalsbrekku. Pétur sagðist ekki hafa nákvæmt yfirlit yfir fjölda bíla sem lentu í þessu í morgun. Vegfarandinn sagði þessa holu hafa myndast nærri þeim stað þar sem önnur hola hafði myndast í byrjun janúar og olli ökumönnum sömu vandamálum. Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna. Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt. Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Sjá meira
Nokkrir ökumenn urðu fyrir því óláni að dekk hjólbarða á bílum þeirra sprungu þegar þeir óku ofan í holu sem hafði myndast í Hveradalsbrekkunni á Hellisheiði, en brekkan er af mörgum kölluð Skíðaskálabrekkan. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir að nokkrir ökumenn hafi lent í þessu vegna holunnar sem myndaðist í nótt eða morgun. Hann segir starfsmenn Vegagerðarinnar búna að lagfæra þessa holu. Pétur bendir á að undanfarið hafi veðrið verið með því móti að holur myndast nokkuð auðveldlega á vegum landsins, það er að segja þegar þíða er á landinu eftir kuldatíð. Hann biðlar til vegfarenda að sýna aðgát vegna slíkra aðstæðna. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi í morgun taldi níu bíla þar sem hjólbarðar höfðu sprungið vegna holunnar á veginum um Hveradalsbrekku. Pétur sagðist ekki hafa nákvæmt yfirlit yfir fjölda bíla sem lentu í þessu í morgun. Vegfarandinn sagði þessa holu hafa myndast nærri þeim stað þar sem önnur hola hafði myndast í byrjun janúar og olli ökumönnum sömu vandamálum. Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna. Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt.
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30
Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?