Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 17:00 Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. AP/Lögreglan í Chicago Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. Smollett er sagður hafa sett árásina á svið vegna þess að hann var óánægður með laun sín en hann er þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Empire. Árásin hefur verið nær stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðlum vestanhafs síðustu þrjár vikur. Smollett hélt því fram að tveir einstaklingar hefðu ráðist á hann og haft uppi fordómafull ummæli sem sneru að kynþætti og kynhneigð hans, en hann er dökkur á hörund og samkynhneigður. Þá sagði Smollett árásarmennina hafa hrópað slagorð, „MAGA“ [Make America Great Again]. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Eddie Johnson lögreglustjóri hjá lögreglunni í Chicago sagði á blaðamannafundi vegna málsins í dag að Smollett hefði misnotað sársaukann sem fylgir kynþáttafordómum, sér og starfsferli sínum til framdráttar. Lögreglustjórinn Eddie Johnson á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP Johnson var harðorður í garð leikarans á blaðamannafundinum og krafðist þess að hann bæði Chicago-borg afsökunar. Þá gæti athæfið haft áhrif á raunveruleg fórnarlömb hatursglæpa og fælt þau frá því að stíga fram. Smollett hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að lögreglu en hann er grunaður um að hafa greitt nígerískum bræðrum 3.500 Bandaríkjadali, eða um 400 þúsund íslenskar krónur, fyrir að ráðast á sig. Þá stóð hann sjálfur að sendingu bréfs, lituðu kynþáttafordómum, sem hann tjáði lögreglu að aðili tengdur árásinni hefði sent sér. Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. Gert er ráð fyrir að hann verði leiddur fyrir dómara síðar í dag. Fljótlega eftir að Smollett greindi frá árásinni vöknuðu efasemdaraddir um fullyrðingar hans, einkum vegna þess að hvorki fundust vitni að árásinni né upptökur úr öryggismyndavélum. Í gær var svo greint frá því að Smollett hefði formlega réttarstöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, grunaður um að hafa logið að lögreglu. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. Smollett er sagður hafa sett árásina á svið vegna þess að hann var óánægður með laun sín en hann er þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Empire. Árásin hefur verið nær stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðlum vestanhafs síðustu þrjár vikur. Smollett hélt því fram að tveir einstaklingar hefðu ráðist á hann og haft uppi fordómafull ummæli sem sneru að kynþætti og kynhneigð hans, en hann er dökkur á hörund og samkynhneigður. Þá sagði Smollett árásarmennina hafa hrópað slagorð, „MAGA“ [Make America Great Again]. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Eddie Johnson lögreglustjóri hjá lögreglunni í Chicago sagði á blaðamannafundi vegna málsins í dag að Smollett hefði misnotað sársaukann sem fylgir kynþáttafordómum, sér og starfsferli sínum til framdráttar. Lögreglustjórinn Eddie Johnson á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP Johnson var harðorður í garð leikarans á blaðamannafundinum og krafðist þess að hann bæði Chicago-borg afsökunar. Þá gæti athæfið haft áhrif á raunveruleg fórnarlömb hatursglæpa og fælt þau frá því að stíga fram. Smollett hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að lögreglu en hann er grunaður um að hafa greitt nígerískum bræðrum 3.500 Bandaríkjadali, eða um 400 þúsund íslenskar krónur, fyrir að ráðast á sig. Þá stóð hann sjálfur að sendingu bréfs, lituðu kynþáttafordómum, sem hann tjáði lögreglu að aðili tengdur árásinni hefði sent sér. Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. Gert er ráð fyrir að hann verði leiddur fyrir dómara síðar í dag. Fljótlega eftir að Smollett greindi frá árásinni vöknuðu efasemdaraddir um fullyrðingar hans, einkum vegna þess að hvorki fundust vitni að árásinni né upptökur úr öryggismyndavélum. Í gær var svo greint frá því að Smollett hefði formlega réttarstöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, grunaður um að hafa logið að lögreglu.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50