Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:04 Starfsmannafélag Ráðhússins óskar eftir vinnufriði. Vísir/vilhelm Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir því að „starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Þar sagði Stefán að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu.Stefán Eiríksson, borgarritari.Í frétt RÚV í dag kom svo fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfis í ráðhúsinu. Í yfirlýsingu stjórn starfsmannafélagsins er áréttað að „ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.“ „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson og Oddrún Helga Oddsdóttir. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa brugðist við ummælum Stefáns í dag, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokki, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði ummæli Stefáns óheppileg í viðtali um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir því að „starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Þar sagði Stefán að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu.Stefán Eiríksson, borgarritari.Í frétt RÚV í dag kom svo fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfis í ráðhúsinu. Í yfirlýsingu stjórn starfsmannafélagsins er áréttað að „ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.“ „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson og Oddrún Helga Oddsdóttir. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa brugðist við ummælum Stefáns í dag, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokki, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði ummæli Stefáns óheppileg í viðtali um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30