„Minnka þarf líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2019 20:27 Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá í dag. Vísir/JóiK Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ÖlfusáGísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef ÁrborgarStórhættulegt og vatnsmikið fljót Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju. Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið. Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig. Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst. Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK Árborg Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ÖlfusáGísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef ÁrborgarStórhættulegt og vatnsmikið fljót Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju. Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið. Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig. Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst. Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK
Árborg Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21
Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56
Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51
Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51
Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15