„Minnka þarf líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2019 20:27 Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá í dag. Vísir/JóiK Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ÖlfusáGísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef ÁrborgarStórhættulegt og vatnsmikið fljót Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju. Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið. Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig. Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst. Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK Árborg Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ÖlfusáGísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef ÁrborgarStórhættulegt og vatnsmikið fljót Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju. Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið. Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig. Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst. Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK
Árborg Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21
Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56
Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51
Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51
Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15