Innlent

„Minnka þarf líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig“

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá í dag.
Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá í dag. Vísir/JóiK

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.

Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá

Gísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Mynd af vef Árborgar

Stórhættulegt og vatnsmikið fljót

Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju.

Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið.

Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig.

Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst.

Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.

Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag. Vísir/JóiK

Tengdar fréttir

Dregið úr leit í Ölfusá í nótt

Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.