Innlent

„Minnka þarf líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig“

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá í dag.
Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá í dag. Vísir/JóiK
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.

Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá

Gísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef Árborgar

Stórhættulegt og vatnsmikið fljót

Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju.

Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið.

Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig.

Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst.

Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.

Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK

Tengdar fréttir

Dregið úr leit í Ölfusá í nótt

Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×