Innlent

Dregið úr leit í Ölfusá í nótt

Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa
Leitin sem staðið hefur yfir í og við Ölfusá frá því klukkan tíu í gærkvöldi hefur engan árangur borið. En nær fullvíst er talið að grárri bifreið hafi verið ekið í ána og að um borð hafi verið einn einstaklingur.

Ungmenni urðu vitni af atvikinu og tilkynntu það til lögreglu en hafa ummerki á vettvangi stutt frásögn þeirra.

Í uppfærðri tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi nú klukkan 1:40 segir að leitarhópar sem fóru út í kvöld séu nú búnir að klára eða að klára sína yfirferð og næstu hópar að fara út. Dregið verður síðan úr leit þegar líður á nóttina en áin vöktuð með sjónpóstum til morguns. Leit hefst aftur í birtingu að því gefnu að verður leyfi en veðurspá er slæm eins og kunnugt er.

Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum.

Aðstandendur mannsins sem leitað er að hafa fengið aðstoð frá áfallateymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×