Sannfærður um árangur í Hanoi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Donald Trump og Kim Jong-un í Víetnam í gær. Nordicphotos/AFP Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. Eftir að hafa sest niður og flutt stuttar yfirlýsingar til fjölmiðla snæddu þeir saman á veitingastað með æðstu ráðgjöfum sínum. Þetta er annar fundur Trumps og Kim en þeir funduðu saman í Singapúr á síðasta ári. „Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér það hafa verið tími þar sem mikillar hugsunar, erfiðis og þrautseigju var þörf. En þrátt fyrir hindranirnar hefur okkur tekist að mæla okkur mót hér á ný. Í þetta skiptið er ég sannfærður um að við munum ná frábærum árangri. Ég mun gera mitt allra besta,“ sagði einræðisherrann. Trump sagði það heiður að hitta Kim á ný og hamraði á því, samkvæmt Korea Herald, að fyrri fundurinn hefði borið mikinn árangur. Því vonast hann til að þessi verði jafngóður eða betri. „Ég held að ríki þitt standi frammi fyrir miklum efnahagslegum tækifærum, ótrúlegum, takmarkalausum, og ég held að ríki þitt eigi góða framtíð og frábæran leiðtoga,“ sagði Trump. Vert er að nefna að í ríki Kim hafa almennir borgarar ekkert tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi er ekkert og ítrekað berast fréttir af aftökum andstæðinga stjórnarinnar. Leiðtogarnir munu hittast aftur í dag og ræða einna helst um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. Eftir að hafa sest niður og flutt stuttar yfirlýsingar til fjölmiðla snæddu þeir saman á veitingastað með æðstu ráðgjöfum sínum. Þetta er annar fundur Trumps og Kim en þeir funduðu saman í Singapúr á síðasta ári. „Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér það hafa verið tími þar sem mikillar hugsunar, erfiðis og þrautseigju var þörf. En þrátt fyrir hindranirnar hefur okkur tekist að mæla okkur mót hér á ný. Í þetta skiptið er ég sannfærður um að við munum ná frábærum árangri. Ég mun gera mitt allra besta,“ sagði einræðisherrann. Trump sagði það heiður að hitta Kim á ný og hamraði á því, samkvæmt Korea Herald, að fyrri fundurinn hefði borið mikinn árangur. Því vonast hann til að þessi verði jafngóður eða betri. „Ég held að ríki þitt standi frammi fyrir miklum efnahagslegum tækifærum, ótrúlegum, takmarkalausum, og ég held að ríki þitt eigi góða framtíð og frábæran leiðtoga,“ sagði Trump. Vert er að nefna að í ríki Kim hafa almennir borgarar ekkert tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi er ekkert og ítrekað berast fréttir af aftökum andstæðinga stjórnarinnar. Leiðtogarnir munu hittast aftur í dag og ræða einna helst um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10