Luis Suarez bauð upp á smá „hefnd“ fyrir Liverpool á Bernabéu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Sergio Ramos og aðrir hjá Real Madrid horfa upp á Luis Suarez skora með Panenka vítaspyrnu. Getty/David Ramos Luis Suarez er fyrrum hetja Liverpool liðsins og Real Madrid fyrirliðinn Sergio Ramos er meðal óvinsælustu leikmanna mótherja Liverpool eftir meðferð hans á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Það má kannski segja að Luis Suarez hafi ekki aðeins séð til þess að Barcelona komst í úrslitaleik spænska bikarsins í gærkvöldi heldur kom hann fram smá hefndum fyrir Liverpool. Sergio Ramos hefur stundað það á þessu tímabili að skora með svokölluðum Panenka vítaspyrnum. Ramos fékk ekki tækifæri til þess í gærkvöldi en þurfti þess í stað að horfa upp á Suarez innsigla sigur Barcelona með því að skora með Panenka vítaspyrnu, fyrir framan Sergio Ramos og alla aðra á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.Luis Suarez was Barcelona's hero as they reached their sixth consecutive Copa del Rey final by knocking out Real Madrid. More: https://t.co/mndEHs8N0vpic.twitter.com/WoKRktortw — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2019Barcelona vann undanúrslitaleikinn 3-0 og þar með samanlagt 4-1. Þetta var annað mark Luis Suarez í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark franska miðvarðarins Raphaël Varane. Luis Suarez hafði fyrr í vetur skorað þrennu í 5-1 sigri Barcelona á Real Madrid í deildarleik liðanna á Nývangi. Stuðningsmenn Liverpool sjá örugglega þarna tækifæri til að líta á frammistöðu Úrúgvæmannsins á móti Real Madrid í vetur sem smá „hefnd“ fyrir ósanngjarna meðferð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Í það minnsta sofnaði Sergio Ramos örugglega mjög seint eftir báða þessa leiki og fékk meira að segja nýjan stjóra eftir skellinn fyrr í vetur. Barcelona setti með þessu nýtt met með því að komast í úrslitaleik spænska bikarsins sjötta árið í röð. Real Madrid þarf þó ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að bæta fyrir tapið í gær því Sergio Ramos og félagar í Real taka aftur á móti Barcelona á Santiago Bernabéu á laugardaginn en þá í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Luis Suarez er fyrrum hetja Liverpool liðsins og Real Madrid fyrirliðinn Sergio Ramos er meðal óvinsælustu leikmanna mótherja Liverpool eftir meðferð hans á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Það má kannski segja að Luis Suarez hafi ekki aðeins séð til þess að Barcelona komst í úrslitaleik spænska bikarsins í gærkvöldi heldur kom hann fram smá hefndum fyrir Liverpool. Sergio Ramos hefur stundað það á þessu tímabili að skora með svokölluðum Panenka vítaspyrnum. Ramos fékk ekki tækifæri til þess í gærkvöldi en þurfti þess í stað að horfa upp á Suarez innsigla sigur Barcelona með því að skora með Panenka vítaspyrnu, fyrir framan Sergio Ramos og alla aðra á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.Luis Suarez was Barcelona's hero as they reached their sixth consecutive Copa del Rey final by knocking out Real Madrid. More: https://t.co/mndEHs8N0vpic.twitter.com/WoKRktortw — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2019Barcelona vann undanúrslitaleikinn 3-0 og þar með samanlagt 4-1. Þetta var annað mark Luis Suarez í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark franska miðvarðarins Raphaël Varane. Luis Suarez hafði fyrr í vetur skorað þrennu í 5-1 sigri Barcelona á Real Madrid í deildarleik liðanna á Nývangi. Stuðningsmenn Liverpool sjá örugglega þarna tækifæri til að líta á frammistöðu Úrúgvæmannsins á móti Real Madrid í vetur sem smá „hefnd“ fyrir ósanngjarna meðferð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Í það minnsta sofnaði Sergio Ramos örugglega mjög seint eftir báða þessa leiki og fékk meira að segja nýjan stjóra eftir skellinn fyrr í vetur. Barcelona setti með þessu nýtt met með því að komast í úrslitaleik spænska bikarsins sjötta árið í röð. Real Madrid þarf þó ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að bæta fyrir tapið í gær því Sergio Ramos og félagar í Real taka aftur á móti Barcelona á Santiago Bernabéu á laugardaginn en þá í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn