Corbyn lýsir stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 11:09 Corbyn hefur fram að þessu staðið fast á því að Bretland verði að yfirgefa ESB í lok mars þrátt fyrir óróa innan eigin flokks. Vísir/EPA Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49