Fótbolti

Valur endaði á jafntefli við KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valskonur fagna síðasta sumar
Valskonur fagna síðasta sumar vísir/eyjólfur

Valur vann A-riðil Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta þrátt fyrir jafntefli við KR í lokaleik riðilsins í kvöld.

Valskonur gerðu 2-2 jafntefli við KR í kvöld og enda því með 13 stig af 15 mögulegum og markatöluna 34-3.

Fylkir endar í öðru sæti riðilsins með 12 stig úr fimm leikjum en Árbæingar burstuðu Fjölni 8-1 þar sem átta leikmenn komu að markaskorun Fylkis.

Þróttur Reykjavík vann HK/Víking 2-1 með mörkum frá Kötlu Ýr Sebastiansdóttur Peters og Lindu Líf Boama. Fatma Kara gerði mark HK/Víkings.

Þróttur endar mótið í þriðja sæti, HK/Víkingur í fjórða, Fjölnir í því fimmta og KR á botninum með einn sigur úr fimm leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.