Fótbolti

Svava byrjar vel í Svíþjóð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir. Vísir/Getty

Svava Rós Guðmundsdóttir fékk sannkallaða draumabyrjun þegar hún skoraði þrjú mörk í 7-1 sigri Kristianstad gegn Kalmar í sænska bikarnum um helgina. Var þetta fyrsti leikur Kristian­stad á tímabilinu og um leið fyrsti leikur Svövu eftir að hafa samið við Kristian­stad í haust.

Svava Rós var líkt og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, sem samdi á sama tíma við sænska félagið, í byrjunarliði Kristianstad í fyrsta leik liðsins svo og Sif Atladóttir. Það tók íslensku leikmennina ekki langan tíma að stimpla sig inn en Svava skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og fullkomnaði þrennuna í seinni hálfleik. Þórdís komst sömuleiðis á blað á upphafsmínútum seinni hálfleiks.

Gott gengi Svövu fyrir framan markið heldur því áfram en hún deildi þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn norsku deildarinnar í fyrra á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.