Erlent

Lokun stofnana vofir enn á ný yfir í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump í Hvíta húsinu á fundi um öryggi á landamærum Bandaríkjanna.
Donald Trump í Hvíta húsinu á fundi um öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Getty/Alex Wong

Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana á Bandaríkjaþingi um áframhaldandi fjármögnun alríkisstofnana. Samningar þurfa að nást í dag svo koma megi í veg fyrir umfangsmiklar lokanir á stofnunum.

Samkomulag sem náðist á milli flokkanna tveggja í síðasta mánuði sem batt tímabundinn enda á lengstu lokanir alríkisstofnana í sögu Bandaríkjanna rennur út á föstudaginn.

Undanfarnar vikur hafa fulltrúar beggja flokka fundað stíft í von um að ná samkomulagi sem fjármagni muni alríkisstofnanirnar til frambúðar. Til þess að náist í tæka tíð áður en gamla samkomulagið rennur út þarf að semja í dag, svo hið nýja samkomulag geti farið í gegnum þingið fyrir föstudag.

Deilur Demókrata og Repúblikana snúast að mestu um kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um fjármagn til þes að byggja umdeildan múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Trump vill 5,7 milljarða dollara í verkið en í samningaviðræðunum hefur komið fram að þingmenn geti mögulega sæst á 1,3 til 2 milljarða fjárveitingu til verksins.

„Það er 50-50 að við getum náð að semja,“ sagði Richard Selby, öldungardeildarþingmaður Repúblikana sem fyrir samninganefnd eigins flokks. „Lokunin vofir yfir.“

Hundruð þúsundir alríkisstarfsmanna máttu sitja heima, án launa, í um þrjár vikur á meðan fyrri lokun stóð. Talið er að lokunin hafi kostað bandaríska efnahaginn um ellefu milljarða dollara.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.