Lokun stofnana vofir enn á ný yfir í Bandaríkjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 07:30 Donald Trump í Hvíta húsinu á fundi um öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Getty/Alex Wong Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana á Bandaríkjaþingi um áframhaldandi fjármögnun alríkisstofnana. Samningar þurfa að nást í dag svo koma megi í veg fyrir umfangsmiklar lokanir á stofnunum.Samkomulag sem náðist á milli flokkanna tveggja í síðasta mánuði sem batt tímabundinn enda á lengstu lokanir alríkisstofnana í sögu Bandaríkjanna rennur út á föstudaginn. Undanfarnar vikur hafa fulltrúar beggja flokka fundað stíft í von um að ná samkomulagi sem fjármagni muni alríkisstofnanirnar til frambúðar. Til þess að náist í tæka tíð áður en gamla samkomulagið rennur út þarf að semja í dag, svo hið nýja samkomulag geti farið í gegnum þingið fyrir föstudag. Deilur Demókrata og Repúblikana snúast að mestu um kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um fjármagn til þes að byggja umdeildan múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Trump vill 5,7 milljarða dollara í verkið en í samningaviðræðunum hefur komið fram að þingmenn geti mögulega sæst á 1,3 til 2 milljarða fjárveitingu til verksins. „Það er 50-50 að við getum náð að semja,“ sagði Richard Selby, öldungardeildarþingmaður Repúblikana sem fyrir samninganefnd eigins flokks. „Lokunin vofir yfir.“ Hundruð þúsundir alríkisstarfsmanna máttu sitja heima, án launa, í um þrjár vikur á meðan fyrri lokun stóð. Talið er að lokunin hafi kostað bandaríska efnahaginn um ellefu milljarða dollara. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera farinn að undirbúa jarðveginn fyrir það að lýsa yfir neyðarástandi svo hann geti tryggt sér fjármagn til þess að byggja hinn umdeilda múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 31. janúar 2019 23:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana á Bandaríkjaþingi um áframhaldandi fjármögnun alríkisstofnana. Samningar þurfa að nást í dag svo koma megi í veg fyrir umfangsmiklar lokanir á stofnunum.Samkomulag sem náðist á milli flokkanna tveggja í síðasta mánuði sem batt tímabundinn enda á lengstu lokanir alríkisstofnana í sögu Bandaríkjanna rennur út á föstudaginn. Undanfarnar vikur hafa fulltrúar beggja flokka fundað stíft í von um að ná samkomulagi sem fjármagni muni alríkisstofnanirnar til frambúðar. Til þess að náist í tæka tíð áður en gamla samkomulagið rennur út þarf að semja í dag, svo hið nýja samkomulag geti farið í gegnum þingið fyrir föstudag. Deilur Demókrata og Repúblikana snúast að mestu um kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um fjármagn til þes að byggja umdeildan múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Trump vill 5,7 milljarða dollara í verkið en í samningaviðræðunum hefur komið fram að þingmenn geti mögulega sæst á 1,3 til 2 milljarða fjárveitingu til verksins. „Það er 50-50 að við getum náð að semja,“ sagði Richard Selby, öldungardeildarþingmaður Repúblikana sem fyrir samninganefnd eigins flokks. „Lokunin vofir yfir.“ Hundruð þúsundir alríkisstarfsmanna máttu sitja heima, án launa, í um þrjár vikur á meðan fyrri lokun stóð. Talið er að lokunin hafi kostað bandaríska efnahaginn um ellefu milljarða dollara.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera farinn að undirbúa jarðveginn fyrir það að lýsa yfir neyðarástandi svo hann geti tryggt sér fjármagn til þess að byggja hinn umdeilda múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 31. janúar 2019 23:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54
Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera farinn að undirbúa jarðveginn fyrir það að lýsa yfir neyðarástandi svo hann geti tryggt sér fjármagn til þess að byggja hinn umdeilda múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 31. janúar 2019 23:15