Viðskiptavinir Trump fá bitlinga frá forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 13:45 Þrátt fyrir há gjöld getur það borgað sig að vera meðlimur í klúbbum Trump eins og Mar-a-Lago. Þar fá félagar reglulega aðgang að forsetanum og sumir eru jafnvel tilnefndir í embætti. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað að minnsta kosti átta núverandi eða fyrrverandi félaga í golf- eða sveitaklúbbum í hans eigu í há embætti frá því að hann tók við sem forseti fyrir tveimur árum. Aðild að klúbbunum kostar jafnvirði milljóna króna.USA Today hafði upp á félögum í klúbbum Trump sem forsetinn hefur tilnefnt eða skipað í embætti eins og sendiherrastöður. Blaðið þurfti að fara ýmsar krókaleiðir til þess þar sem félagatal þeirra er ekki opinbert. Viðtöl, eldri fréttir og vefsíða sem kylfingar nota til að skrá forgjöf sína var á meðal þeirra leiða sem blaðið notaði til að bera kennsl á félaga. Þannig tilnefndi Trump félaga í Mar-a-Lago-klúbbnum á Flórída í sendiherrastöður í Suður-Afríku og Dóminíska lýðveldinu. Auðugur lögfræðingur sem var félagi í golfklúbbi Trump var valinn til að vera sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu og annar kylfingur frá Trump-golfklúbbi var tilnefndur sendiherra í Ungverjalandi. Fyrri forsetar hafa iðulegt tilnefnt vini, pólitíska bandamenn og fjárhagslega bakhjarla í sendiherrastöður. Óvenjulegt er þó að forseti tilnefni viðskiptavini sem hann hefur persónulegan fjárhagslegan hagnað af. Aðgangseyrir í klúbba Trump getur numið jafnvirði yfir tólf milljóna íslenskra króna og ársgjöldin hlaupa á hundruð þúsunda króna. Engar siðareglur eru sagðar banna forseta að tilnefna viðskiptavini eigin fyrirtækja. Lögfræðingar og þingnefndir sem fara yfir tilnefningar fara yfirleitt ekki fram á upplýsingar um mögulegt viðskiptasamband þeirra sem eru tilnefndir við forsetann. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um hvernig valið á sendiherraefnunum fór fram. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi formlega sagt sig frá daglegri stjórn einkafyrirtækja sinna nýtur hann þeirra fjárhagslega í gegnum sjóð sem hann einn hefur aðgang að og getur tekið fé út úr þegar honum sýnist. Synir hans tveir stýra fyrirtækjunum. Lítið er vitað um hagnað fyrirtækjanna og tekjur Trump þar sem hann hefur fyrstur forseta í seinni tíð neitað að birta skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira