Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys í Hval­fjarðar­göngunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið var um klukkan korter yfir níu í morgun en myndin er frá vettvangi um klukkan 9:40.
Slysið var um klukkan korter yfir níu í morgun en myndin er frá vettvangi um klukkan 9:40.

Bílslys varð í Hvalfjarðargöngunum á tíunda tímanum í morgun. Göngunum hefur verið lokað fyrir umferð en slysið varð nær norðurenda ganganna samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkrabílar voru sendir á vettvang og fulltrúar lögreglu sömuleiðis. Komu aðilar bæði úr höfuðborginni og ofan af Akranesi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn í hvorum bíl. Slysið varð með þeim hætti að annar bíllinn var kyrrstæður og var ökumaður hans fyrir framan bílinn þegar ekið var aftan á bílinn. Ökumaðurinn var því fyrir eigin bíl. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á sjúkrahús en þeir eru ekki taldir lífshættulega slasaðir.

Töluvert brak og olía er í göngunum og mun taka einhvern tíma að þrífa það upp. Ökumönnum á báðum endum gangnanna er beint um Hvalfjörðinn á meðan lokað er fyrir umferð um göngin.

Uppfært klukkan 13:18
Búið er að opna fyrir umferð um göngin.

Lögreglan lokaði veginum að göngunum og eru göngin enn lokuð þar sem hreinsa þarf upp eftir slysið. vísir/hvati
Slysið varð í Hvalfjarðargöngunum í morgun. vísir/hvati


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.