Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys í Hval­fjarðar­göngunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið var um klukkan korter yfir níu í morgun en myndin er frá vettvangi um klukkan 9:40.
Slysið var um klukkan korter yfir níu í morgun en myndin er frá vettvangi um klukkan 9:40.
Bílslys varð í Hvalfjarðargöngunum á tíunda tímanum í morgun. Göngunum hefur verið lokað fyrir umferð en slysið varð nær norðurenda ganganna samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkrabílar voru sendir á vettvang og fulltrúar lögreglu sömuleiðis. Komu aðilar bæði úr höfuðborginni og ofan af Akranesi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn í hvorum bíl. Slysið varð með þeim hætti að annar bíllinn var kyrrstæður og var ökumaður hans fyrir framan bílinn þegar ekið var aftan á bílinn. Ökumaðurinn var því fyrir eigin bíl. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á sjúkrahús en þeir eru ekki taldir lífshættulega slasaðir.

Töluvert brak og olía er í göngunum og mun taka einhvern tíma að þrífa það upp. Ökumönnum á báðum endum gangnanna er beint um Hvalfjörðinn á meðan lokað er fyrir umferð um göngin.

Uppfært klukkan 13:18

Búið er að opna fyrir umferð um göngin.

Lögreglan lokaði veginum að göngunum og eru göngin enn lokuð þar sem hreinsa þarf upp eftir slysið.vísir/hvati
Slysið varð í Hvalfjarðargöngunum í morgun.vísir/hvati



Fleiri fréttir

Sjá meira


×