Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 12:55 Erdogan forseti (2.f.h.) hefur verið sakaður um að nota valdaránstilraunina fyrir rúmum tveimur árum sem átyllu til að brjóta á bak aftur allt andóf gegn sér í landinu. Vísir/EPA Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 1.112 manns sem þau saka um að hafa stutt valdaránstilraun árið 2016 sem þau segja að klerkur í Bandaríkjunum hafi skipulagt. Handtökurnar nú eru sagðar tengjast meintu svindli á lögregluprófi. Rúmlega 250 manns féllu í valdaránstilrauninni árið 2016. Fethullah Gulen, klerkur sem var eitt sinn bandamaður Receps Erdogan forseta, hefur neitað því að átt þátt í henni. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá 1999.Reuters-fréttastofan segir að handtökurnar nú tengist ásökunum um að einhverjir þeirra sem tóku próf til að verða aðstoðarlögregluvarðstjórar árið 2010 hafi fengið spurningarnar fyrir fram. Rúmlega 120 manns hafi þegar verið handteknir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru starfandi lögreglumenn. Eftir valdaránstilraunina hefur ríkisstjórn Erdogan staðið fyrir víðtækum hreinsunum á ríkisstarfsmönnum og saksóknarar hafa elt uppi meinta stuðningsmenn Gulen í landinu. Vestræn ríki hafa gagnrýnt framferði tyrkneskra stjórnvalda og sakað Erdogan um að nota valdaránstilraunina sem átylla til að berja niður allt andóf gegn sér. Fleiri en 77.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna valdaránstilraunarinnar og um 150.000 ríkisstarfsmenn hafa verið reknir eða sendir í leyfi. Þá hefur ríkið lagt hald á hundruð fyrirtækja sem það segir tengjast Gulen og lokað fleiri en 130 fjölmiðlum. Tyrkland Tengdar fréttir Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 1.112 manns sem þau saka um að hafa stutt valdaránstilraun árið 2016 sem þau segja að klerkur í Bandaríkjunum hafi skipulagt. Handtökurnar nú eru sagðar tengjast meintu svindli á lögregluprófi. Rúmlega 250 manns féllu í valdaránstilrauninni árið 2016. Fethullah Gulen, klerkur sem var eitt sinn bandamaður Receps Erdogan forseta, hefur neitað því að átt þátt í henni. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá 1999.Reuters-fréttastofan segir að handtökurnar nú tengist ásökunum um að einhverjir þeirra sem tóku próf til að verða aðstoðarlögregluvarðstjórar árið 2010 hafi fengið spurningarnar fyrir fram. Rúmlega 120 manns hafi þegar verið handteknir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru starfandi lögreglumenn. Eftir valdaránstilraunina hefur ríkisstjórn Erdogan staðið fyrir víðtækum hreinsunum á ríkisstarfsmönnum og saksóknarar hafa elt uppi meinta stuðningsmenn Gulen í landinu. Vestræn ríki hafa gagnrýnt framferði tyrkneskra stjórnvalda og sakað Erdogan um að nota valdaránstilraunina sem átylla til að berja niður allt andóf gegn sér. Fleiri en 77.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna valdaránstilraunarinnar og um 150.000 ríkisstarfsmenn hafa verið reknir eða sendir í leyfi. Þá hefur ríkið lagt hald á hundruð fyrirtækja sem það segir tengjast Gulen og lokað fleiri en 130 fjölmiðlum.
Tyrkland Tengdar fréttir Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30