Eiginkonunni gengur ekkert að semja um nýjan samning og Icardi er kominn í verkfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 08:00 Wanda Nara, eiginkona Mauro Icardi, hughreystir sinn mann á hliðarlínunni. Getty/Robbie Jay Barratt Mauro Icardi neitaði að ferðast með liðinu sínu í Evrópuleik eftir að fyrirliðabandið var tekið af honum. Argentínumaðurinn Mauro Icardi er ekki lengur fyrirliði ítalska félagsins Internazionale og hann fór heldur ekki með liðinu til Vínar þar sem liðið mætir Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Það gengur ekkert hjá Internazionale að ganga frá nýjum samningi við Mauro Icardi og félagið ákvað að taka af honum fyrirliðabandið.‘The decision to remove the captaincy was difficult and painful.’ Mauro Icardi has refused to travel to Inter Milan’s Europa League game after being stripped of the club captaincy. Full storyhttps://t.co/GKG703Skgmpic.twitter.com/HPcaFNOlgR — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019Mauro Icardi var svo ósáttur með þá ákvörðun að hann neitaði að ferðast með liðinu til Austurríkis þar sem Internazionale mætir Rapid Vín í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mauro Icardi er með samning til ársins 2021 en þessi 25 ára leikmaður ætlar sér greinilega að ná sér í góðan samning að þessu sinni. Umboðsmaður hans er eiginkonan Wanda Nara og hún hefur því tvöfalda ástæðu að berjast fyrir risasamningi. Markvörðurinn Samir Handanovic fékk fyrirliðabandið í stað Mauro Icardi. Luciano Spalletti, þjálfari Internazionale, sagði að Icardi vildi ekki vera með liðinu. „Það var erfið og sársaukafull ákvörðun að taka fyrirliðabandið af Icardi en allir hjá félaginu voru sammála því og við vorum að hugsa um hag Internazionale,“ sagði Spalletti. „Hann átti að fara til Vínar en vildi ekki vera hérna. Hlutir í kringum hann hafa truflað hann og liðið sem hann var fyrirliði hjá. Nú þurfum við hinir að ná fullri einbeitingu á leikinn við Rapid,“ sagði Spalletti. Mauro Icardi hefur skorað 122 mörk í 208 leikjum með Internazionale en hann hefur aðeins leikið átta landsleiki fyrir Argentínu þar sem hann í raun verið settur út í kuldann vegna samskiptaerfiðleika við liðsfélaga sína.Mauro Icardi: Only Cristiano Ronaldo (13) has missed more clear-cut goalscoring opportunities than Icardi (10) in Serie A this season For more player stats -- https://t.co/aVgDkIy4gipic.twitter.com/C6mnHrGvvE — WhoScored.com (@WhoScored) February 13, 2019 Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Mauro Icardi neitaði að ferðast með liðinu sínu í Evrópuleik eftir að fyrirliðabandið var tekið af honum. Argentínumaðurinn Mauro Icardi er ekki lengur fyrirliði ítalska félagsins Internazionale og hann fór heldur ekki með liðinu til Vínar þar sem liðið mætir Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Það gengur ekkert hjá Internazionale að ganga frá nýjum samningi við Mauro Icardi og félagið ákvað að taka af honum fyrirliðabandið.‘The decision to remove the captaincy was difficult and painful.’ Mauro Icardi has refused to travel to Inter Milan’s Europa League game after being stripped of the club captaincy. Full storyhttps://t.co/GKG703Skgmpic.twitter.com/HPcaFNOlgR — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019Mauro Icardi var svo ósáttur með þá ákvörðun að hann neitaði að ferðast með liðinu til Austurríkis þar sem Internazionale mætir Rapid Vín í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mauro Icardi er með samning til ársins 2021 en þessi 25 ára leikmaður ætlar sér greinilega að ná sér í góðan samning að þessu sinni. Umboðsmaður hans er eiginkonan Wanda Nara og hún hefur því tvöfalda ástæðu að berjast fyrir risasamningi. Markvörðurinn Samir Handanovic fékk fyrirliðabandið í stað Mauro Icardi. Luciano Spalletti, þjálfari Internazionale, sagði að Icardi vildi ekki vera með liðinu. „Það var erfið og sársaukafull ákvörðun að taka fyrirliðabandið af Icardi en allir hjá félaginu voru sammála því og við vorum að hugsa um hag Internazionale,“ sagði Spalletti. „Hann átti að fara til Vínar en vildi ekki vera hérna. Hlutir í kringum hann hafa truflað hann og liðið sem hann var fyrirliði hjá. Nú þurfum við hinir að ná fullri einbeitingu á leikinn við Rapid,“ sagði Spalletti. Mauro Icardi hefur skorað 122 mörk í 208 leikjum með Internazionale en hann hefur aðeins leikið átta landsleiki fyrir Argentínu þar sem hann í raun verið settur út í kuldann vegna samskiptaerfiðleika við liðsfélaga sína.Mauro Icardi: Only Cristiano Ronaldo (13) has missed more clear-cut goalscoring opportunities than Icardi (10) in Serie A this season For more player stats -- https://t.co/aVgDkIy4gipic.twitter.com/C6mnHrGvvE — WhoScored.com (@WhoScored) February 13, 2019
Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira