Erlent

Sakaðir um glæpi gegn mannkyni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AP

Tveir sýrlenskir ríkisborgarar, sem handteknir voru af þýskum lögregluyfirvöldum á þriðjudaginn, eru grunaðir um gróf mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyni. Mönnunum er gefið að sök að hafa pyntað þúsundir einstaklinga á árunum 2011 til 2012. Fórnarlömb mannanna eru sögð hafa verið andófsfólk sem barðist gegn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta.

Karlmennirnir sem voru handteknir virðast báðir hafa sótt um hæli í Þýskalandi eftir að þeir yfirgáfu Sýrland árið 2012. Annar þeirra, Anwar R, er grunaður um glæpi gegn mannkyninu. Hann á að hafa verið yfirmaður í GSD-leyniþjónustunni og starfrækt fangelsi þar sem að minnsta kosti tvö þúsund manns voru pyntuð á tímabilinu frá apríl árið 2011 til september árið 2012.

Hinn maðurinn, Eyad A, er grunaður um að hafa aðstoðað hann við verk sín í fangelsinu og er því einnig grunaður um glæpi gegn mannkyninu.

Þriðji maðurinn, sem einnig er talinn hafa starfað hjá fangelsinu, var handtekinn í Frakklandi í gær í samræmdri aðgerð Þjóðverja og Frakka.
 
Ríkisstjórn Sýrlands hefur neitað því að hafa myrt eða farið illa með fanga. GSD er sögð ein valdamesta leyniþjónustustofnun Sýrlands þar sem starfsmenn hafa það hlutverk að bæla niður mótþróa gegn sýrlensku ríkisstjórninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.